Gæði og öryggi

Gæði og öryggi á öllum sviðum starfseminnar eru okkur mjög mikilvæg. Við leggjum ávallt mikinn metnað í að öryggismál fyrirtækisins séu ávallt til fyrirmyndar, starfsfólki og viðskiptavinum til heilla. Áhersla er lögð á öruggt starfsumhverfi og að allur aðbúnaður og tæki séu í góðu lagi.

Gæðastjórnun er órjúfanlegur hluti af allri okkar starfsemi. Gæðahandbók okkar inniheldur meðal annars verklagsreglur og eyðublöð er varða samskipti verkkaupa og verktaka samkvæmt kröfum opinberra verkkaupa við verklegar framkvæmdir.

Gæðakerfi okkar byggir á aðferðafræði og kröfum gæðastjórnunar og almennum útboðs- og samningsskilmálum um verkframkvæmdir. (ISO 9001 og ÍST 30). Staðallinn ÍST 30 „Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir“ fjallar um samskiptareglur milli þeirra sem kaupa verk og þeirra sem selja verk. Staðallinn ISO 9001 „Gæðastjórnunarkerfi – Kröfur“ fjallar um grunnkröfur til gæðakerfa.