Gæða- og umhverfisstefna
Malbikstöðin hf. byggir starfsemi sína á áralangri persónulegri þjónustu við viðskiptavini sína þar sem traust, fagleg vinnubrögð og þjónusta einkenna samskipti. Fyrirtækið starfrækir malbikunarstöð að Esjumelum þar sem framleiðsla og endurvinnsla á malbiki á sér stað, starfsstöð í Flugumýri, vinnuflokka við viðgerðir og lagningar á malbiki.
Fyrirtækið hefur yfir að ráða rannsóknarstofu í tengslum fyrir framleiðslu sína og eru allar rannsóknir skjalfestar tryggilega. Rekstur rannsóknarstofunnar og stöðug þjálfun starfsfólks er stór liður í að tryggja gæði og einsleitni framleiðslunnar.
Starfsmenn Malbikstöðvarinnar leggja metnað sinn í fagleg vinnubrögð og eru lausnamiðaðir þegar kemur að samvinnu við hagsmunaaðila. Með eftirfylgni og vöktun á ytri kröfum og skilgreindum umhverfisáhrifum ásamt reglulegum áhættugreiningum er stutt við markmið fyrirtækisins um lágmörkun umhverfisáhrifa og öruggan vinnustað:
- Að tryggja að innra eftirlit og mælingar gæða- og umhverfisþátta séu framkvæmd með réttum hætti og að fylgst sé með virkni vöktunarbúnaðar.
- Að hefja skráningar og vöktun á gæða- og umhverfisþáttum sem verða grunnur að mælingum á árangri. • Að tryggja að meðferð og nýting hráefna sé góð.
- Að skilgreina, vakta og fylgja viðeigandi ytri kröfum.
- Að vinna stöðugt að umbótum og hagræðingu á gæðum starfseminnar.
- Að vinna stöðugt að takmörkun á umhverfisáhrifum starfsemi fyrirtækisins.
- Að vakta og vinna með hagsmunaaðilum að aukinni endurvinnslu hráefna.