Malbikstöðin fyrirmyndarfyrirtæki 2024
 
Nýlega fór fram skoðunarkönnun á vegum VR þar sem starfsfólk fyrirtækja á landinu var fengið til svara um ýmsa þætti er snýr að aðbúnaði, vellíðan o.fl. á vinnustað.
 
Malbikstöðin var þar mjög ofarlega á lista meðalstórra fyrirtækja og hlaut fyrir viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki 2024“ við hátíðarlega athöfn í Hörpu.
 
Malbikstöðin þakkar starfsfólki sínu kærlega fyrir góða svörun en niðurstaða þessarar skoðunarkönnunar staðfestir það að Malbikstöðin er á réttri leið með starfsfólk sitt og vellíðan þess í stafni. Viðurkenningin eflir stjórnendur Malbikstöðvarinnar enn frekar í þá átt að veita starfsfólki sínu góðan vinnustað til að starfa á.
 
Kærar þakkir fyrir okkur! 

Á myndinni hér að ofan má sjá Írisi Emilsdóttur og Heiðar Þórisson, stolta starfsmenn Malbikstöðvarinnar, með viðurkenninguna.

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl