ÁRATUGA REYNSLA
MEITLUÐ Í STEIN
Malbikun OG Þjónusta
Stórar sem smáar malbikunarframkvæmdir eru eitt af sérsviðum Malbikstöðvarinnar ehf. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Öflugur og nútímalegur tækjakostur, vel þjálfað og hæft fagfólk í hverju starfi, á hverju tæki, tryggja fyrirtaks þjónustu og malbik sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum.
MALBIKSFRÆSUN
Þegar jarðvinna eða jarðvegsvinna undir malbikun er góð er mögulegt að endurnýja malbikið oft án þess að þurfa að vinna í undirlaginu. Þess vegna bjóðum við ekki aðeins upp á verktakaþjónustu við jarðvinnu og malbikun, heldur erum við með fyrsta flokks tækjakost fyrir malbiksfræsun. Með malbiksfræsun er hægt að endurnýta hluta af þeim efnum sem notuð voru áður, leggja nýtt malbik og skila nýju verki án þess að hrófla þurfi við undirlaginu.