Gæði og öryggi

Gæði og öryggi á öllum sviðum starfseminnar eru okkur mjög mikilvæg. Við leggjum ávallt mikinn metnað í að öryggismál fyrirtækisins séu til fyrirmyndar, starfsfólki og viðskiptavinum til heilla. Áhersla er lögð á öruggt starfsumhverfi og að allur aðbúnaður og tæki séu í góðu lagi.

Malbikstöðin framleiðir gæðahráefni til malbiksframkvæmda fyrir viðskiptavini sína.

Hvort sem um er að ræða hráefni í burðarlög, slitlög eða viðgerðir tryggjum við stöðug gæði í samræmi við forskriftir með skipulögðu eftirliti á öllum stigum framleiðslunnar.

Malbikstöðin hefur yfir að ráða vel útbúinni rannsóknarstofu til framleiðslueftirlits og gæðamælinga í samræmi við ytri og innri kröfur.

Þjálfun starfsmanna er framkvæmd í samvinnu við erlenda sérfræðinga.

Reglulegt framleiðslueftirlit og gæðamælingar tryggja samræmi við Íslenska og evrópska staðla um framleiðslu á malbiki sem og kröfur viðskiptavina.