Gæði og öryggi

Gæðastjórnun

Gæðastjórnun er órjúfanlegur hluti af allri okkar starfsemi. Gæðahandbók okkar inniheldur meðal annars verklagsreglur og eyðublöð er varða samskipti verkkaupa og verktaka samkvæmt kröfum opinberra verkkaupa við verklegar framkvæmdir.

Á öllum sviðum starfseminnar

Gæði og öryggi á öllum sviðum starfseminnar eru okkur mikilvæg. Við leggjum ávallt mikinn metnað í að gæða-, umhverfis- og öryggismál fyrirtækisins séu til fyrirmyndar, starfsfólki og viðskiptavinum til heilla. Áhersla er lögð á öruggt starfsumhverfi og að allur aðbúnaður og tæki séu í góðu lagi.

Vottað gæðakerfi

Vottað gæðakerfi okkar byggir á aðferðafræði og kröfum gæðastjórnunar, ISO 9001, og almennum útboðs- og samningsskilmálum um verkframkvæmdir, ÍST 30. Staðalinn ÍST 30 Almennir útboðs – og samingsskilmálar um verkframkvæmdir fjallar um samskiptareglur milli þeirra sem kaupa verk og þeirra sem selja það.

Malbikstöðin framleiðir gæðahráefni til malbiksframkvæmda fyrir viðskiptavini sína.

Hvort sem um er að ræða hráefni í burðarlög, slitlög eða viðgerðir tryggjum við stöðug gæði í samræmi við forskriftir með skipulögðu eftirliti á öllum stigum framleiðslunnar.

Malbikstöðin hefur yfir að ráða vel útbúna rannskóknarstofu til framleiðslueftirlits og gæðamælinga í samræmi við ytri og innri kröfur.

Þjálfun starfsmanna er framkvæmd í samvinnu við erlenda sérfræðinga.

Reglulegt framleiðslueftirlit og gæðamælingar tryggja samræmi við íslenska og evrópska staðla um framleiðslu á malbiki sem og kröfur viðskiptavina.

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl