Umhverfismarkmið

Malbikstöðin setti umhverfismarkmið fyrir fyrstu starfsár fyrirtækisins og hefur fylgt þeim frá árinu 2020: 

  • Að tryggja að innra eftirlit og mælingar umhverfisþátta séu framkvæmd með réttum hætti og að fylgst sé með virkni vöktunarbúnaðar. 
  • Að hefja skráningar og vöktun á umhverfisþáttum sem verða grunnur að mælingum á árangri. 
  • Að tryggja að meðferð og nýting hráefna sé góð. 
  • Að vakta mótvægisaðgerðir við foki á efnum og fylgjast með virkni þeirra. 
  • Að umgengni á starfssvæðinu sé góð, meðhöndlun og notkun hráefna sé ábyrg og unnið verði samkvæmt verklagsreglum.
Malbikstodin-dagur2-283-23-07-12-0041

Malbikstöðin hefur hafið vinnu við að reikna út kolefnisspor á framleiðsluvörum, skv. staðli ISO 14067. Fyrir liggur EPD umhverfisyfirlýsing fyrir algenga vöru í samræmi við staðal ISO 14025 og staðfest af óháðum aðila. Samkvæmt EPD er kolefnisspor vörunnar 60,9 kg CO2eq fyrir framleiðslu á 1000 kg af vörunni á viðmiðunarárinu 2021 .

Það er stefna Malbikstöðvarinnar að vinna áfram við gerð umhverfisyfirlýsinga fyrir fleiri vörutegundir. Umhverfisstefna fyrirtækisins miðar að því að draga enn frekar úr kolefnislosun við framleiðslu á malbiki með því að skipta út díselolíu fyrir metan við framleiðslu malbiks. Verið er að koma fyrir búnaði til að geta framleitt í lotum malbik með notkun metans í stað olíu sem hefur í för með sér stórlega minnkun á kolefnisfótspori framleiðslunnar þar sem notkun á metangasi er svo til kolefnishlutlaus .

Malbikstöðin fylgist vel með þróun á vistvænum orkugjöfum og framboði á farartækjum og vinnuvélum á íslenska markaðnum, fyrirtækið stefnir á að fjölga flokkabílum og vörubifreiðum sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum.

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl