Stefnur og vottanir
Malbikstöðin framleiðir hráefni til malbiksframkvæmda með áherslu á gæði, þjónustu og umhverfissjónarmið. Með nýjum búnaði, virku gæðakerfi og eftirfylgni utanaðkomandi sérfræðinga tryggir Malbikstöðin að áherslur fyrirtækisins séu hafðar að leiðarljósi.
Lestu um stefnur Malbikstöðvarinnar, vottanir og áherslur sem tengjast stefnumörkun fyrirtækisins.
VOTTANIR
Fyrirtækið er með vottað:
- Umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við ISO 14001
- Gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ISO 9001
- Jafnlaunakerfi í samræmi við ÍST-85
- Framleiðslustýringu í samræmi við EN-13108 og þar með leyfi til CE merkingar á framleiddu malbiki.
GÆÐA- OG UMHVERFISSTEFNA
Malbikstöðin er leiðandi í umhverfisvænni framleiðslu malbiks á Íslandi. Nýr tækjabúnaður gerir fyrirtækinu kleift að framleiða malbik með háu hlutfalli af endurunnu malbiki. Umhverfisstefna fyrirtækisins miðar að því að draga enn frekar úr kolefnislosun við framleiðslu á malbiki.
Fyrirtækið hefur yfir að ráða rannsóknarstofu í tengslum fyrir framleiðslu sína og eru allar rannsóknir skjalfestar tryggilega. Rekstur rannsóknarstofu og stöðug þjálfun starfsfólks er stór liður í að tryggja gæði og einsleitni framleiðslunnar.
UMHVERFISMARKMIÐ
Malbikstöðin hefur verið með metnaðarfull umhverfismarkmið frá fyrstu starfsárum fyrirtækisins og ná þau einnig til einstakra verka.
Með eftirfylgni og vöktun á ytri kröfum og skilgreindum umhverfisáhrifum ásamt reglulegum áhættugreiningum er stutt við markmið fyrirtækisins um lágmörkun umhverfisáhrifa og öruggan vinnustað.