Göngustígur úr 100% endurunnu malbiki

„Ef hægt er að segja að göngustígur sé búinn að standa sig frábærlega þá á þessi stígur skilið þá yfirlýsingu“ segir Hreinn Sigurjónsson, hjá þjónustu og skipulagssviði Seltjarnarnesbæjar. Seltjarnarnes var fyrsta bæjarfélagið sem tók þátt í grænu verkefni með Malbikstöðinni og lagði fyrirtækið stíg úr 100% endurunnu heitu malbiki. Stígurinn liggur samsíða Suðurströnd á Nesinu og var lagður fyrir um það bil tólf árum.

„Núna áðan þegar við Vilhjálmur skoðuðum stíginn sást að hann er enn vel lokaður og fínn og því greinilegt að endurunna malbikið er gæðavara og vandað hefur verið til verka við lagninguna. Starfsmaður bæjarins sem tók ákvörðun um lagningu stígsins með Vilhjálmi er hættur störfum en endurunni malbikstígurinn stendur enn og gott betur en það, hann stendur sig með stakri prýði. Það veit á gott og sýnir að ákvörðun starfsmannsins var rétt og það er einn liður í því að við horfum sífellt frekar til þess að vænka hag umhverfisins þegar kemur að vörukaupum og þjónustu hér í bænum“ segir Hreinn. Vilhjálmur segir samstarf við Seltjarnarnesbæ alltaf hafa verið ánægjulegt. „Bærinn hafði þor á sínum tíma til að láta leggja stíginn úr 100% endurunnu heitu malbiki og sýndi þannig að það er ekkert alltaf best að leyfa öllu að vera eins og það hefur alltaf verið, af því þannig er það bara.“

Malbikun

„Að sjálfsögðu þarf að vanda til verka við endurvinnsluna, eins og með alla aðra endurvinnslu. Ekki er hægt að safna öllu í stóran haug og keyra hann svo í gegn án hreinsunar og flokkunar, eins og því miður hefur gerst hér á landi, því það kemur niður á gæðum og trúverðugleika endurvinnslunnar. Tímarnir breytast og verklag og annað þróast sem betur fer og þetta er allavega eitt gott dæmi um að oft er hægt að gera mun betur með öðruvísi áherslum“ segir Vilhjálmur.

SKOÐA FLEIRI FRÉTTIR

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl