Afturelding og Malbikstöðin hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára en um er að ræða stærsta samning í sögu knattspyrnudeildar Aftureldingar.
Heimavöllur Aftureldingar hefur undanfarin tvö ár borið nafnið Malbikstöðin að Varmá og mun gera áfram að minnsta kosti næstu tvö árin.
Malbikstöðin fagnar nýja samningnum innilega og þakkar Aftureldingu kærlega fyrir frábært samstarf. Sjáumst öll í stuði á leikjum á Malbikstöðinni að Varmá í sumar!
Á myndinni eru Erla Eiríksdóttir, formaður knattspyrnudeildar fyrir hönd meistaraflokksráðs kvenna, Vilhjálmur Matthíasson, eigandi Malbikstöðvarinnar og Gísli Elvar Halldórsson, formaður meistaraflokksráðs karla.