Malbik er 100% endurvinnanlegt

Rannsóknir sýna, og fjölmörg dæmi sanna, að malbik er að öllu leyti endurvinnanlegt. Líta má til þess að í Bandaríkjunum er malbikað slitlag meðal þeirra efna sem mest er endurunnið. Vilhjálmur Þór Matthíasson, forstjóri Malbikstöðvarinnar, segir Bandaríkin ekki einsdæmi þegar kemur að miklum möguleikum til endurvinnslu malbiks: „Á heimsvísu er malbik eitt af mest endurvinnanlegu byggingarefnum sem notuð eru og hefur þann eiginleika að hægt er að endurvinna malbiksvegi aftur og aftur – út í hið óendanlega.”

 

Rannsóknir NAPA, National Asphalt Pavement Association, hafa sýnt að vegir úr endurunnu, heitu malbiki eru jafn góðir og öruggir og jafnvel enn betri en vegir sem lagðir eru með glænýju malbiki. Á síðasta ári gaf NAPA út að yfirlag sem inniheldur 30% endurunnið heitt malbik er jafn gott og glænýjar malbiksblöndur sem lagðar eru. Rannsóknir NAPA sýna hversu góð reynsla fæst af því að láta árin líða og fylgjast vel með því hvernig malbikið kemur út. „Ef enginn þorir að prófa, þá kemur engin reynsla” segir Vilhjálmur og heldur áfram: „það er til mikils að vinna að hafa trú á þessu og láta slag standa. Það er verkkaupum, verksölum og samfélaginu öllu í hag.”

Malbikstodin2021_BK219973 (2)
Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri / eigandi

SKOÐA FLEIRI FRÉTTIR

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl