Malbikshringurinn

Fyrir um það bil ári síðan gerðu Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar, og samstarfsfólk hans orðin „Græni malbikshringurinn“ að einu af slagorðum fyrirtækisins. Það lýsir vel þeim hugmyndum, undirbúningi og þeirri vinnu sem Vilhjálmur hefur á annan áratug viljað hrinda almennilega í framkvæmd, með áherslu á umhverfismál, gæði og öryggi í forgrunni. „Það hefur sýnt sig og er alveg borðleggjandi að alla framleiðslu og lagningu malbiks má gera, og ætlum við að gera, mun grænni. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef bara bitið í mig og neita að gefast upp á, því þetta er vel hægt, og það eina gáfulega í stöðunni fyrir okkur sem erum í þessum bransa er að keyra í þetta verkefni af öllu afli“ segir Vilhjálmur. 

malbikshringurinn

NÝTT MERKI

„Malbikstöðin okkar að Esjumelum er þannig uppsett að í henni er mögulegt að vinna malbik á eins umhverfisvænan máta og hægt er og er hún svo gott sem fullkomnasta malbikstöð landsins. Þar tökum við til dæmis á móti malbiksafgöngum og uppbroti til endurvinnslu. Við erum og ætlum að vera áfram leiðandi á okkar markaði þegar kemur að umhverfisvernd og þar sem Malbikstöðin er sífellt að stækka og eflast sem fyrirtæki er hægt að setja meiri þunga í þessa vinnu. Við erum meðvituð, við erum ákveðin og höfum styrkinn til að sýna lit og láta verkin tala í þessum efnum. Það er bara ekkert flóknara en svo  að uppáhaldslitur okkar hjá Malbikstöðinni er grænn og við erum stolt af því“ segir hann.

SKOÐA FLEIRI FRÉTTIR

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl