Metan í stað dísel olíu

Metan er í dag umhverfisvænasta eldsneyti sem hægt er að fá fyrir ökutæki, en gasið er hluti af hringrás náttúrunnar og því er aukning koldíoxíð í andrúmslofti engin. Metan er framleitt á lífrænan hátt úr sorpi sem áður var notað til jarðfyllingar og er laust við brennistein og önnur hættuleg efni sem gerir útblástur eins hreinan og mögulegt er. 

Malbikstöðin og SORPA hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á helmingi af öllu því metangasi sem GAJA framleiðir. Metangasinu er ætlað að koma í staðinn fyrir umtalsvert magn af díselolíu í starfsemi Malbikstöðvarinnar. Með því að nota metangas í stað díselolíu til að framleiða malbik draga fyrirtækin umtalsvert úr kolefnisfótspori malbiksins. 

Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri SORPU, segir að töluverð eftirspurn sé eftir metangasi frá GAJU. „Við erum stolt af því og það er okkur heiður að styðja við framleiðslu á því sem gæti orðið grænasta malbik í heimi” segir Helgi.

Malbikstodin-248-resize

SKOÐA FLEIRI FRÉTTIR

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl