Malbikstöðin lagði í síðustu viku malbik á bílastæði og göngustíg við Reynisfjöru. Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og hafa heimsóknir í ár verið yfir 375 þúsund.
Verkið gekk vel fyrir sig og mun malbikið stórbæta aðgengi og öryggi vegfarenda, aðgengi fólks í hjólastól hefur verið stórbætt og útbúin voru sér bílastæði fyrir hreyfihamlaða.
Landeigendur tóku ákvörðun í vor um að gangast í þessar aðgerðir. Vinnan hófst í september og lauk síðasta hluta framkvæmdanna síðasta mánudag.
Einungis þurfti að loka bílastæðunum við Reynisfjöru í tvo sólarhringa á meðan verkinu stóð svo allt rask var í lágmarki.
Malbikstöðin rataði í fréttirnar vegna þessarar aðgengisbótar við Reynisfjöru.
Lesa má fréttina hér:
https://www.visir.is/g/20242632060d/bilastaedin-malbikud-og-nyr-utsynispallur-fyrir-fatlad-folk
Eru framkvæmdir
framundan?
Við tökum bæði stór og smá verkefni að okkur.
Verkbókun og ráðgjöf: Hafðu samband.
Flugumýri 26, Mosfellsbær
Sími: 5160500
Kt.: 540504-4660
Netfang fyrir almennar fyrirspurnir:
info@malbikstodin.is
Netfang vegna reikninga:
reikningar@malbikstodin.is