Malbikun við Reynisfjöru

Malbikun við Reynisfjöru Malbikstöðin lagði í síðustu viku malbik á bílastæði og göngustíg við Reynisfjöru. Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og hafa heimsóknir í ár verið yfir 375 þúsund. Verkið gekk vel fyrir sig og mun malbikið stórbæta aðgengi og öryggi vegfarenda, aðgengi fólks í hjólastól hefur verið stórbætt og útbúin voru sér bílastæði […]

Fyrirmyndar fyrirtæki

Malbikstöðin fyrirmyndarfyrirtæki 2024   Nýlega fór fram skoðunarkönnun á vegum VR þar sem starfsfólk fyrirtækja á landinu var fengið til svara um ýmsa þætti er snýr að aðbúnaði, vellíðan o.fl. á vinnustað.   Malbikstöðin var þar mjög ofarlega á lista meðalstórra fyrirtækja og hlaut fyrir viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki 2024“ við hátíðarlega athöfn í Hörpu.   Malbikstöðin […]

Grillað með Aftureldingu 

GRILLAÐ MEÐ AFTURELDINGU Afturelding mætti Grindavík í fjórðu umferð Lengjudeildar karla á Malbikstöðinni að Varmá síðastliðinn laugardag. Starfsmenn Malbikstöðvarinnar mættu í stemmninguna og sáu um að grilla fyrir áhorfendur.   Við þökkum öllum sem mættu á völlinn að styðja okkar menn í Aftureldingu! SKOÐA FLEIRI FRÉTTIR

Stærsti samningur í sögunni

Nýr samningur við aftureldingu Afturelding og Malbikstöðin hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára en um er að ræða stærsta samning í sögu knattspyrnudeildar Aftureldingar.  Heimavöllur Aftureldingar hefur undanfarin tvö ár borið nafnið Malbikstöðin að Varmá og mun gera áfram að minnsta kosti næstu tvö árin. Malbikstöðin fagnar nýja samningnum innilega og þakkar Aftureldingu […]

Grænni göngustígur

Göngustígur úr 100% endurunnu malbiki „Ef hægt er að segja að göngustígur sé búinn að standa sig frábærlega þá á þessi stígur skilið þá yfirlýsingu“ segir Hreinn Sigurjónsson, hjá þjónustu og skipulagssviði Seltjarnarnesbæjar. Seltjarnarnes var fyrsta bæjarfélagið sem tók þátt í grænu verkefni með Malbikstöðinni og lagði fyrirtækið stíg úr 100% endurunnu heitu malbiki. Stígurinn […]

Malbikshringurinn

malbikshringurinn

Malbikshringurinn Fyrir um það bil ári síðan gerðu Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar, og samstarfsfólk hans orðin „Græni malbikshringurinn“ að einu af slagorðum fyrirtækisins. Það lýsir vel þeim hugmyndum, undirbúningi og þeirri vinnu sem Vilhjálmur hefur á annan áratug viljað hrinda almennilega í framkvæmd, með áherslu á umhverfismál, gæði og öryggi í forgrunni. „Það hefur […]

100% endurvinnanlegt

Malbik er 100% endurvinnanlegt Rannsóknir sýna, og fjölmörg dæmi sanna, að malbik er að öllu leyti endurvinnanlegt. Líta má til þess að í Bandaríkjunum er malbikað slitlag meðal þeirra efna sem mest er endurunnið. Vilhjálmur Þór Matthíasson, forstjóri Malbikstöðvarinnar, segir Bandaríkin ekki einsdæmi þegar kemur að miklum möguleikum til endurvinnslu malbiks: „Á heimsvísu er malbik […]

Metan í stað dísel

Metan í stað dísel olíu Metan er í dag umhverfisvænasta eldsneyti sem hægt er að fá fyrir ökutæki, en gasið er hluti af hringrás náttúrunnar og því er aukning koldíoxíð í andrúmslofti engin. Metan er framleitt á lífrænan hátt úr sorpi sem áður var notað til jarðfyllingar og er laust við brennistein og önnur hættuleg […]

framkvæmdir 
framundan?

Hafðu samband og við svörum um hæl